Til að taka upp söng mæli ég frekar með condensermæk en dýnamískum mæk en það er samt ekkert sem segir að hitt sé ekki alveg nothæft, sæmilegur condensermæk mun bara skila betri árangri.
Condensermæk eins og SM58 eða SM57 frá Shure eru fínir fyrir framan gítarmagnara þar sem þeir eru að fá hátt hljóðmerki inn á sig en condenserinn ræður betur við alla dýnamík (sungið hátt / lágt) og þeir skila einhvernveginn stærri hljóðmynd / meira tíðnisviði.
Ég er að nota Se Gemini condenserlampahljóðnema til að taka upp söng, hann er frábær í það og líka frábær í kassagítara og bara allann fjandann af órafmögnuðum hljóðfærum, þetta er mækur sem kostar 190.000 í Tónastöðinni en áður en ég eignaðist hann þá var ég að nota Behringer condenser sem ég fann á ruslahaug (alveg satt) og ég náði alveg fínum söngupptökum á þann mæk, þessir Behringergaurar eru alveg það ódýrasta af öllu ódýru í condensermækum en þeir skila samt mun betri hljóm á söng í upptöku heldur en dýnamískir mækar.
En það er ekkert sem segir það að maður verði að nota condensera á söng, um daginn tók ég upp söng með Shure munnhörpuhljóðnema tengdum í gegnum Boss bjögunarpedala með alveg skrúfað niður í bjöguninni og það er mjög flott og alveg útgáfuhæf upptaka, stundum er fínt að nota hljóðnema sem eru ekki endilega “viðeigandi” í viðkomandi upptökur til að fá fram einhvern karakter.
Gerðu það sem ég gerði, hirtu alla hljóðnema sem þú finnur og prófaðu þá í upptökur hvort sem það eru mækar af gsm headsettum, gamlir singstar mækar, dýnamísku mækarnir sem fást í Tiger fyrir 500 kall osfrv, sumt af þessu stöffi er alveg út í hött til flestra nota en svo dettur maður stundum niður á alveg snargeðveik sánd sem hefði aldrei verið hægt að ná fram með þúsund sinnum dýrari og “betri” mækum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.