Vá….oft séð vondar auglýsingar en þú kemst nálægt því að vera á toppnum varðandi það að gera hehehe (ekki taka þessu illa).
Ætla að gefa þér eitt frábært söluráð.
Því meiri metnaður sem settur er í auglýsinguna,því meiri líkur á að varan seljist ;)
Þannig að…..
Ef þú getur,settu inn mynd af þínu eigin hljóðfæri í góðum gæðum en ef það er ekki í boði,endilega settu þá inn link af nkl eins hljóðfæri og þú ert með sem sýnir mynd og allar aðrar uppl.
Taktu fram í fyrirsögn hvort þú sért að selja (TS) eða óska eftir (ÓE) einhverju.
Nákvæmar uppl. ættu að koma strax um það sem þú ert með í höndunum einsog t.d aldur,nákvæm gerð,ástand,litur,er búið að breyta einhverju ?….eins hvort þú sért til í skipti eða ekki os.frv
Væntanlegur kaupandi á ekki að þurfa að spyrja jafnvel margoft einhverjar spurn. útí loftið til þess eins að vita e-ð um viðkomandi söluvöru…þetta á bara að koma allt fram frá seljanda strax í byrjun,þá vita allir að hverju þeir ganga….virkar alltaf vel ;)
En gangi þér vel með söluna.