Ég verð að játa það að ég fatta ekki alveg tilganginn með þessum græjum.
Ef ég er búinn að semja lag eða texta og þarf að taka það upp áður en ég gleymi því þá nota ég bara gemsann minn, það hentar mér sérstaklega vel vegna þess að ég er alltaf með hann á mér, líkurnar á því að maður væri með þessa græju á sér þegar maður óvænt hefði einhver not fyrir hana tel ég vera hverfandi litlar.
Í raun eru einu not sem ég sé fyrir svona græju þau að nota þær til að taka upp hljómsveitaræfingar og fyrir peninginn sem svona græja kostar væri örugglega hægt að fá tvo mun betri hljóðnema en þá sem eru í þessu tæki og taka svo bara æfingarnar upp á fartölvu eða álíka, plúsinn við svoleiðis er líka að þá getur maður ráðið því hvar hljóðnemarnir eru staðsettir.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.