Svartmálmshljómsveitin Abominor óskar enn og aftur eftir trommara.
Höfum undanfarið ár verið að vinna að okkar fyrstu útgáfu, tveggja laga EP plötu sem er væntanleg fyrripart 2012.
Erum þessa stundina að undirbúa okkur fyrir stúdíó samhliða því að vinna að nýju efni.
Skilyrði eru reynsla af samskonar spilamennsku, verður að hafa metnað og tíma fyrir bandið, þekkingu á svartmálmstónlist og að eiga sitt eigið trommudrasl.


Hljóðdæmi: http://www.reverbnation.com/abominor1

Efnið á RN linknum er gamalt efni, lög sem við erum hættir að spila. Lagasmíðarnar hafa þróast mjög síðan og nýja efnið er mun kaotískara og ritúalískara en um leið virkilega aggressíft.

Áhugasamir hafi samband í PM.