Er að taka til í græjuhaugnum mínum og er með einn Fender 59' Bassman til sölu. Þetta er ekki LTD úgáfan svo hann er ekki lakkaður. Klæðningin er líka orðin dáltið veðruð en það er bara rokk ;)

Ég get því miður ekki sagt til um hvað hann er gamall. Ég keypti hann annaðhvort árið 2006 eða 2007 notaðan og miðinn sem er með dagsetningarkóðanum er eigilega ólæsilegur.

Nýr Bassman 59' kostar um 260 þús. í dag en þessi hér fer á 130 þús. krónur.

Ég er staddur á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í Breiðholtinu og ef einhver hefur áhuga á að kaupa þá er hægt að koma og prófa gripinn. Ef það eru einhverjar spurningar skuluð þið ekki hika við að spyrja.

Farsímamyndir af gripnum: http://imgur.com/a/wfwZo#Mbt6B
“Danir eru bara stoned Svíar í sandölum”