Hefur einhver áhuga á einhverju svona?:
Pro Bono mix fyrir ungar og óreyndar hljómsveitir / flytjendur.
Tilgangurinn með þessu er að mixa eitt lag per flytjanda (hljómsveit eða solo listamann)
að því gefnu að þetta sé ung og óreynd hljómsveit / flytjandi
sem ekki hefur efni á hljóðverstímum og væri þ.a.l. ekki á leiðinni í hljóðver hvort eð er.
Lagið þarf að vera fullklárað (útsett og upptekið) og tilbúið í mix
hvort sem það er úr heimahljóðveri, æfingahúsnæði eða hljóðveri.
Af hverju?, hverjir græða?:
Hljóðver / hljóðmenn:
Þetta er alls ekki hugsað til að fara í samkeppni við
eða taka viðskipti frá hljóðverum eða sjálfstætt starfandi hljóðmönnum,
heldur eingöngu að mixa lög frá hljómsveitum sem ekki hafa efni á
“alvöru” mixi á þessum tímapunkti.
Vonandi verður niðurstaðan góð og hljómsveitirnar sjá þar með tilgang
í því að borga fyrir “alvöru” mix þegar kemur að næsta lagi
og þar af leiðandi búa til meiri veltu og viðskipti hjá hljóðbransanum.
Flytjendur:
Bara það að taka ákvörðun og velja eitt lag,
fara síðan í það að fullklára það og gera tilbúið í að leyfa öðrum að heyra það
er góð reynsla fyrir hljómsveitir og flytjendur.
Sömuleiðis það að útsetja alla parta og taka þá upp
svo ekki sé talað um upptökureynsluna sem fæst með þessu.
Ef upptökur ganga að óskum þá ætti hljómsveitin/flytjandinn
að hafa öðlast skilning á hvers virði lagið, útsetningin og upptökurnar eru
í þessu ferli og hvað mix getur gert og hvað það getur ekki gert fyrir lag.
“FyrstaMix”:
FyrstaMix hefur marga fjöruna sopið í tónlist og hljóðvinnslu.
Mix-reynsla er því ekki vandamál.
Að spila, semja, taka upp og vinna með tónlist og hljóð er það sem
FyrstaMixi finnst skemmtilegast að gera.
Það sem vakir fyrir FyrstaMixi er að gefa eitthvað af sér til þeirra sem yngri eru
og gera það sem FyrstaMixi finnst skemmtilegast í leiðinni.
FyrstaMix talar samt ekki alltaf um sjálft sig í 3ju persónu.
Hvernig?:
Eitt lag á hljómsveit / flytjanda
Stefnan er að taka eitt, kannski tvö lög fyrir á mánuði.
Ef áhuginn verður mikill myndi ég óska eftir grófmixum á MP3-sniði,
hlusta á þau og velja 1-2 lög á mánuði úr MP3 bunkanum til að mixa.
Ef einhver áhugi verður fyrir þessari pro-bono hugmynd
skal ég birta leiðbeiningar um frágang fyrir mix.
Hvað kemur útúr þessu?:
FyrstaMix lætur vita hvenær mix á laginu mun hefjast,
og skilar fullkláruðu mixi 2-4 vikum seinna.
FyrstaMix sendir þá “fyrsta mix”, á mp3-sniði til hljómsveitar/flytjanda.
Þá gefst tækifæri fyrir hljómsveitina/flytjandann að hlusta á mixið og koma með breytingartillögur.
FyrstaMix mun gera sitt besta í að fylgja þeim eftir,
en það hjálpar óneitanlega ef tillögurnar styðja hvora aðra
en ekki einsog t.d. "hækka trommur, gítara, söng og bassi og bakraddir mættu vera hærri líka".
Ekki gleyma því að stundum er gáfulegast að lækka í einhverju í stað þess að hækka í öðru.
Eftir breytingar sendir FyrstaMix MP3 til baka með breytingum.
Ef það er eitthvað sem hugnast hljómsveit/flytjanda þá sendir
FyrstaMix 24bit / split mono / WAV-AIFF MIX MASTER til baka.
Fyrir þá sem það vilja þá væri hægt að fá mix-session-fælinn eða stem/processed-fæla
Látið mig vita ef þið hafið áhuga í pósti,
fyrstamix@gmail.com;
en kommentið hér á korknum líka en þar sem ég skoða huga ekki á hverjum degi,
látið mig því líka vita líka á gmail ef þið hafið einhverjar spurningar.
kv
FyrstaMix