Ég held ég sé að lenda á einhverju breytingarskeiði því mig er farið að langa að prufa að svissa yfir í Jazzmaster.
Hef átt ánægju- og hamingjuríkt samband við Telecasterinn minn í þónokkur ár núna en einhver græjuperri er að kvikna í mér að prufa að breyta aðeins til.
Þetta er semsagt 1984 (ef ég man rétt) módel af ESP Telecaster. Fagurrauður með hvítu pickguardi og maple hálsi.
Þessir gítarar voru alveg dead-on kópíur af Custom Shop hljóðfærum Fender, og endaði það með því að ESP menn voru kærðir fyrir vikið og þurftu að hætta framleiðslu á þeim.
Þeir hafa litið dagsins ljós í einhverri mynd nú uppá síðkastið sem Vintage Plus og Ron Wood módel, en þau byggja svolítið á hugmynd gömlu módelanna.
Brooks re-frettaði hann allan, skipti út rafkerfinu og græjaði með mér pickupana í hann þannig að hann hljómar alveg guðdómlega!
Búið er að setja í hann momentary kill-switch rofa sem getur komið sér vel að notum hjá hinum ýmsu effekta nötterum.
Hann hefur séð sína tíma af spilamennsku og er farinn að sýna aldursmörk. Engar skemmdir eru þó á honum, heldur bara þetta klassíska rokk-hnjask sem myndast í gegnum árin.
Hægt er að fá myndir og nánari upplýsingar í gegnum PM.
En ég semsagt leitast eftir skiptum á honum og Fender Jazzmaster og skoða þá allar gerðir og liti.