Ég tók einn Squier Strat og relicaði… kom býsna vel út, hann lítur út fyrir að hafa fundist úti á túni eftir að hafa legið þar í nokkur ár.
Ég lagði upp með að reyna að láta hann líta út fyrir að vera gamall og mikið notaður.
Notaði sýru og salt á hardware til að fá antík look + ryð.
Hann er svartur ég mattaði hann, og bjó til wear and tear, mattaði líka pickguardið takkana pickup coverin líka.
Því næst notaði ég kaffi til að lita t.d hálsinn og pickguard og takka og fl. til að ná í réttan lit.
Þetta tók nokkra daga en var skemmtilegt project.
Kv. Björn Ingi
Gibson Les Paul, Epiphone Les Paul & Peavey Classic 4x10, Fender Hot Rod Deville.