Munurinn felst í framsetningu kæri vinur.
Það er hægt að koma með leiðréttinga og eða gagnrýni á margs kona hátt
Á Íslandi eru auglýsingar sem eru villandi, samanber vörur sem eru auglýstar með engum viðbættum sykri, þó svo þær innihaldi viðbættan sykur. Ef svo einhver auglýsir vöruna með þeim upl er ekki hægt að gera hann ábyrgan fyrir því, þar sem hann styðst við upplýsingar frá framleiðanda.
Það var kæruleysi af minni hálfu að nota ekki sama orðalag og voru á heimasíðu Mesa og aftan á magnaranum sjálfum. Ef vara er auglýst „handunnin“ án þess að það sé tekið fram að eingöngu einangraðir þættir framleiðslunnar séu það, getur lesandinn gengið út frá því að varan sé handunnin alla leið. ( All included ). Þegar vara er auglýst „handvíruð“ ekki „handunnin“ getur lesandi gengið út frá því, að boxið utan um Vöruna ( hýsingin ) sem og annað en ( vírun ) sé fjöldaframleitt, verksmiðju unnið og eða róbóta unnið. Þar er búið að einangra ákveðið verkferli.
Ég hef ekki séð neitt í þessu sem hér hefur verið skrifað sem byggir á neinu öðru en því að menn túlka það á mismunandi hátt hvað er hand-unnið og vírað. Þegar fólk túlkar hlutina á einhvern hátt og halda því fram sem staðreynd get ég með sanni kallað þá besservissa.
Hvernig er hægt að skilgreina hvað er handvírað og hvað ekki? Magnari sem er samsettur og lóðaður af róbótum er klárlega ekki handvíraður, en magnari sem er samsettur í höndunum og lóðaður í höndunum, hlýtur að vera það. Að notast við prentplötu breytir engu þar um að mínu mati. Þetta er mín túlkun, en ef ég hefði bætt við að „ annað væri hreinlega rangt“ mættuð þið með sanni kalla mig besservissa.
Varðandi “vangaveltur um lampa” þar sagði ég frá minni reynslu sem og reynslu annarra sem ég er í samskiptum við ( það kemur fram í því sem ég skrifaði þar ). Þar var ég ekki að gagnrýna neinn og ekki að vega að persónu neins, heldur að segja frá reynslu minni og annarra. Merkilegt hvað það truflar þig að mín reynsla skuli vera öðruvísi en þín.
Of margir þræðir hér bera vott um ( að mínu mati) þörf fyrir skít kast og eineltis tilburði. Samanber þráður þar sem einhver, bersýnilega lesblindur, var að auglýsa. Sá þráður var fullur af skít kasti í garð þess einstaklings og menn komu hver á fætur öðrum og gerðu grín að viðkomandi. Það fóru menn líka í rannsóknarleiðangur og fundu fleira sem viðkomandi hafði skrifað, hér og annarstaðar, settu inn linka á það og grínið hélt áfram. Það ber ekki vott um að menn séu vandir að virðingu sinni ( taki það til sín sem eiga)
Þetta sem ég hef skrifað hér er ekki skrifað í neinni fýlu. Þetta er skrifað til þess að varpa smá ljósi á það sem ég hef skrifað og hversvegna ég hef skrifað það. Líka til þess að varpa ljósi á það hvernig ég skil það sem aðrir hafa skrifað hér. Sumir þeirra sem hafa skrifað hér tjá sig svo aftur á móti af heilbrigðri skinsemi. Taki það til sín sem eiga.