Það má líta á effecta lúppuna sem lokavinnslu á sándinu. Effektar sem eru eins og gíslinn segir reverb, delay, chorus flanger, og þess háttar sánda mun betur í lúppu en fyrir framan eða í input.
Það er til dæmis ekki sterkur leikur að setja overdrive í lúppuna þar sem magnara signalið kemur þá inn á overdrive og verður úr horrible klessa. Hins vegar svínvirkar að nota compressor í lúppuna þar sem þú ert þá að nota hann til þess að fínslípa sándið sem þú bjóst til með gítar, overdrive og formagnara áður en það fer í kraftmagnarann og út í hátalara.
Annars er þumalputta reglan sú að það eru engar reglur þegar menn eru að leita að eða skapa nýtt sánd svo það er bara að prófa sig áfram.
Svo er gott að skoða þegar þú ert að nota bæði reverb og delay í lúppu. Hvort á að koma á undan i röðinni ? Viltu fá reverb á delay eða delay á reverb ?
Bugera 6262, TC flashback, ESP Horizon og einn Music Man axis super sport já og ekki má gleyma Ibanez RG 1451 prestige