Ég á slatta af dóti sem ég nota sjaldan eða aldrei, þannig að það var kominn tími til að grisja til í safninu. Kannski finnið þið eitthvað við ykkar hæfi hér.
Yamaha p-70 rafmagnspíanó.
Þetta er með 88 vigtuðum nótum og sándar mjög vel. Það fylgir m-audio pedall, standur og spennubreytir með. Þetta módel er hætt í framleiðslu núna, og í staðinn kom p-85 módelið, sem er mjög sambærilegt, nema með nokkrum auka fítusum.
http://usa.yamaha.com/products/musical-instruments/keyboards/digitalpianos/p_series/p_70/?mode=model
Verð: 60.000
Washburn D46SCE12 12-strengja kassagítar með pikkup og EQ
Ég keypti þennan nýjan í Tónabúðinni árið 2004 og hef notað hann mikið síðan. Hinsvegar spila ég ekkert lengur sem hann er nothæfur í. Hann sándar yndislega bæði í kerfi og órafmagnaður, og heldur túningu vel, ólíkt mörgum öðrum 12-strengja gíturum. Það er eins skemmd á lakkinu bakvið headstockið.
http://www.youtube.com/watch?v=IGZWgIIU0lE
http://www.samash.com/p/Washburn_D46SCE12%2012%20String%20Acoustic%20Electric%20Guitar_-49961553
Verð: 50.000
Blue Moon GR3105 flat top mandólín
Gott, ódýrt mandólín sem ég keypti aðallega til að geta spila Stonehenge úr Spinal Tap. Mission Accomplished.
http://www.gremlinmusic.co.uk/bluemoon.htm
Verð: 15.000
Line 6 MM4 Modulation Modeller
Ég á alla pedalana í þessari línu frá Line 6, og finnst þeir vera það eina virkilega góða sem þeir hafa sent frá sér. Spennubreytir fylgir (Hann fylgir nota bene ekki með þeim nýjum og kostar 6.000 kall).
http://www.zzounds.com/item–LINMM4
http://line6.com/mm4/
http://www.youtube.com/watch?v=g-tblNJpCjo
Verð: 20.000
Digitech RP250 múltíeffekt
Keyptur nýr fyrir 3-4 árum síðan og slatta notaður. Það hafa mjög margir átt svona græju á einhverjum tímapunkti. Það er hægt að gera ótrúlega spes og magnaða hluti með hana um leið og maður hendir út þessum ógeðslegu innbyggðu presettum og lærir að búa til sín eigin. Svo er einnig hægt að tengja hana með USB í tölvu til að taka upp eða breyta effektum þaðan.
http://www.ultimate-guitar.com/reviews/guitar_effects/digitech/rp250/index.html
http://www.youtube.com/watch?v=KD6Rxq4-Npc&feature=related
Verð: 10.000
DOD Milk Box Compressor
Þessi pedall kynnti mig fyrir því hversu ótrúlega gott er að spila live með compressor. Jafnvel ódýrt módel eins og þetta þéttir sándið hjá manni margfalt ef maður notar hana rétt. Þetta eintak er orðið allnokkurra ára og notkunin sést. Spennubreytir fylgir.
http://www.activemusician.com/item–EM.FX84
http://www.youtube.com/watch?v=7cYpid6Nkas
Verð: 4.000
Pikkupar og aukahlutir:
Svo er ég hér með pickguard úr '86 MIJ Stratocaster með rafkerfi, pikkupum og öllu í. Pickguardið sjálft er illa farið og það er sprunga í því, en allt hitt er tip-top stöff. Háls og miðju pikkupar eru standard strat AlNiCo pikkupar. Mjög Mark Knopfler-legir, finnst mér. Brúarpikkupinn er hins vegar DiMarzio DP100. Þessi humbucker er legendary sem fyrsti pikkupinn sem var framleiddur fyrir lausasölu frekar en til að vera seldur með hljóðfærinu. Hann er mjög heitur og angar allur af old-scool metal. Líklega ca. 20 ára gamall (Hann er viðbót frá fyrri eiganda).
Verð: Allur pakkinn fer á 15.000, en Dimarzio humbuckerinn fer hugsanlega stakur á 5.000
Svo er ég einnig með tvo humbuckera sem ég kann engin deili á, nema hvað að þeir eru úr einhverjum ESP. Ég veit einfaldlega ekki meira um þá en það. Projectið sem þeir áttu að fara í varð aldrei að veruleika, þannig að ég get allt eins selt þá.
Verð: 4.000