Sæl veriði.
Rétt í þessu var ég að koma heim úr kaupferð. Einum kassagítari ríkari. Ég hef ákveðið að skrifa örlítið um þennan leiðangur og hvað varð til þess að ég valdi gítarinn sem er mér við hlið.
Ég byrjaði fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum að skoða kassagítara á netinu, fór á youtube og skoðaði myndbönd af fólki að spila á gítarana sem seldir eru í íslenskum hljóðafærabúðum. Það sem stóð upp út voru fender og yamaha gítararnir, ég hafði gífurlegan áhuga á hljóminn og útlitið. Þá komst ég að því að Hljóðfærahúsið er með tja ágætt úrval af Fender gíturum. Þar sem ég er svolítið þröngsýnn og ef ég sé eitthvað sem mér lýst á er ég kominn með kortið á loft og ætla bara að kaupa gripinn. Svo ég nánast ákvað að fá mér bara Fender en auðvitað vildi ég prófa gítara svo ég skellti mér í leiðangur.
Leiðangurinn hófst í Hljóðfærahúsinu. Þar sá ég strax gítarinn sem ég var að skoða og tók hann upp og prófaði hann og hann brást ekki. Fallegur hljómur, fallegt útlit en hann var með pick-up sem ég hef ekkert við að gera. Þess má geta að þetta var Fender cd140esc eða eitthvað álíka. Eftir að hafa prófað nokkra aðra gítara ákvað ég að finna mér starfsmann til að gá hvort það væru fleiri góðir gítarar í þesusm verðflokki, semsagt í kringum 50.000. Eftir dálitla bið losnaði starfsmaður og kom með mér að kassagíturunum. Hann vistist ekki hafa mikið að segja. Ég spurði hann um muninn á tveimur gíturum og afhverju hinn var svona miklu dýrari og svarið var “Ætli það sé ekki bara því það eru betri gæði í honum”.
Næst lá leiðin í tónastöðina. Leið og ég var kominn að kassagíturunum var strax kominn starfsmaður að hjálpa mér. Hann kynnti mér allt um þetta. Sagði mér frá gítarframleiðendunum og hann vissi svo mikið um þetta. Þarna voru þeir með gítara frá “Art & Luterie” en mér leist betur á fenderinn þar sem það er þekktara merki. En hann sagði mér svolítið sem ég hafði ekki hugmynd um. Washburn er fyrirtæki sem fór á hausinn fyrir mörgum árum og svo keypti víst einhver kínverji þetta og hóf að framleiða óvönduð hljóðfæri og græddi svona svaakalega á því. En Art & Lutherie er framleitt í Kanada og veðurskilyrðin eru ekki ósvipuð og hérna svo gítarinn er vanur þessum veðurskilyrðum svo minni líkur eru á því að viðurinn skreppi saman eða beygist.
ÞEssi maður sannfærði mig um að kaupa Art & Lutherie vegna þess að hann vissi hvað hann var að segja og hann allavega virtist hafa áhuga á að selja mér gítara ólíkt honum í hljóðfærahúsinu. Svo nú sit ég með Art & Lutherie gítar mér við hlið og alsæll.
Svo tilgangurinn með þessari grein var í raun og veru ábending að þjónustan í hljóðfærahúsinu er ekki upp á marga fiska en í Tónastöðinni þarf maður ekki að leita langt.