heyó,
Er að reyna að kaupa mér gítar frá bandríkjunum akkurat núna en eins og svo oft þá fá þeir sem ég er að reyna versla við alveg fáranlegar tölur í sendingarkostnað þegar þeir fara til fedex, ups osvfrv. Þær flakka alveg um heilu hundruðina á milli skipta. Sumir segja mér að sendingarkostnaðurinn sé 180-220$ fyrir gítar(hef borgað allt niðrí 120$ í sendingarkostnað á gítar) á meðan aðrir segja 700$. Ég hringdi uppí fedex á íslandi og þeir sögðu að með afslætti væri þetta um 60 þúsund kall. Sem mér finnst mjög skrýtið þar sem að ég keypti mér magnara í febrúar sem er tilturlega stór og borgaði ekki nema 180$ í sendingarkostnað með fedex.
Aðalvesenið sem að fedex gefur mér er að miða við stærð pakkans reiknast þetta á um ca. 30kg í fedexútreikningum. en í raun er kassinn ekki nema um 7kg. Og að flugfélögin reikni alltaf með mestu mögulegri þyngd sem hægt er að koma í rúmmál og miða verðið sitt við það.
Gítarinn sem ég er að reyna að kaupa er í toronto, canada. Þannig að ef að einhver ykkar er að fara til toronto og langar að koma með gítar til Íslands og fá um 250$ þá er það ekkert nema velkomið.
En ég spyr einfaldlega, við hverja er best að díla og hvernig er best að fara að því til að fá besta verðið og að minnsta kosti fá svör sem rokka ekki svona á milli skipta. Og hvað hafið þið verið að borga?
Bætt við 4. ágúst 2011 - 17:36
ég var svona semí búinn að borga gítarinn með paypal, og vil helst ekki þurfa að ganga í gegnum vesenið að draga borgunina til baka.