ja.. þú getur lært á saxafón í einhverjum tónlistarskólum býst ég við, er ekki alveg viss um hverjir kenna á saxafón, en það eru líklega ekki allir sem bjóða upp á það.
Skólahljómsveitir eru líka ódýr leið til að læra, og þær bjóða held ég allar upp á saxafónkennslu, en það er því miður aðeins í boði fyrir grunnskólabörn svo ef þú ert að leita að námi fyrir sjálfann þig býst ég við því að það sé ekki það sem þú ert að leita að.
Svo eru saxafónar keyptir í hljóðfærabúðum, og auðvitað einnig hægt að fá þá á internetinu. Það eru til nokkrar búðir á Íslandi en margir sem kaupa sér hljóðfæri kaupa þau í öðrum löndum þar sem oftast er meira úrval þar. Ég efast stórlega um að nein íslensk búð bjóði upp á mikið úrval af saxafónum.
sól sól skín á mig…..