Sælir verið þið. Ég er rétt búinn að fá flotta vintage mandolin í hendur en stilliskrúfurnar eru voða erfiðar að fást við. Það tekur minn mesta kraft til að skrúfurnar haggist, því er nánast ómögulegt að stilla hljóðfærið í sinn rétta hljóm. Ég velti því fyrir mér hvort ég geti einhvern vegin losnað við þessi óþægindi, þá með spreyji (WD-40 eða eitthvað) eða hvort einhversstaðar sé hægt að fá þessum stilliskrúfum skipt og fengið nýjar í stað þessa. Gripurinn og skrúfurnar eru vel yfir 40 ára aldur svo það væri smá synd að henda þeim gömlu peggum, en ég er tilbúinn til þess ef það skal takast til ráða. Hafið þið einhverjar upplýsingar varðandi lagfæringar (þá hjá fagmanni eða hljóðfæraverslun) við svona löguð vandræði?

Bestu þakkir.

Bætt við 9. júlí 2011 - 18:42
“einhvern vegin losað mig* við þessi óþægindi”

lagfæring fyrir íslenskuunnendu
Anyone really been far even as decided to use even go want to do look more like?