Rickenbackerar eru ekkert sérstaklega fjölhæfir gítarar að mínu mati, ég átti einusinni Rickenbacker 325 og ef þú skoðar notkunina á Rickenbacker gítörum í tónlistarsögulegu samhengi Td Byrds, fyrstu ár Bítlana og fyrstu REM plöturnar þá heyrist ákveðið hljóðmynstur sem lýsir sér í frekar hvellum rythma og laglínum með nótum sem lifa ekki mjög lengi því þessi hljóðfæri hafa afskaplega lítið sustain og pickupparnir eru mjög kraftlitlir, það hljómar samt enginn gítar nákvæmlega eins og Rickenbacker nema annar Rickenbacker semsagt.
En ef þetta er akkúrat sándið sem þú sækist eftir þá eru þessi hljóðfæri fín, þetta hentaði mér hinsvegar enganveginn og ég myndi aldrei vilja eignast svona gítar aftur, mikið hryllilega eru þetta samt falleg hljóðfæri.
Ég hef aldrei prófað Ibanez John Scofield en ég hef heyrt nóg með John Scofield til að vita að hann myndi aldrei nota Rickenbacker þannig að þú ert amk að tala um tvö mjög ólík hljóðfæri.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.