Boss eru með vinsælustu pedalaframleiðendum í heimi og þeir hafa framleitt slatta af frábæru dóti, ég hef átt amk 10 Boss pedala, á 3 Boss pedala eins og er og ætla að kaupa amk einn í viðbót fljótlega.
Hinsvegar er það því miður þannig að á undanförnum árum hafa þeir verið að setja á markaðinn í mörgum tilfellum mun síðri pedala en sambærilegir eldri pedalar voru frá þeim og virðist mér örsök lélegheitanna felast í því að þeir eru farnir að henda einhverjum digitalrásum inn í kvikindin í stað gamla analogfyrirkomulagssins, það er vinnusparnaður í þessu og eins reikna ég með að þessir kubbar séu ódýrari í framleiðslu en það sem þeir notuðu áður.
Annar framleiðandi sem er gjarn á að troða stafrænu drasli inn í pedalana sína er Digitech, þeir sem hafa kynnst því stöffi eru í mörgum tilfellum að upplifa svipaða tilfinningu og ég upplifi með nýrri Boss pedalana, þetta stöff hljómar ekki eins vel og hagar sér einhvernveginn ekki rétt heldur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.