Ég er að hugsa um að selja banjóið mitt, enda hef ég lítið spilað á það síðustu ár.
Þetta er Washburn B-9 fimm strengja banjó, keypt fyrir svona 6-7 árum í Tónabúðinni. Það er eins og nýtt fyrir utan það að ég skipti um brú fyrir nokkrum árum og setti mikið betri brú með beinsöðlum í staðinn fyrir draslið sem var á. Ég setti einnig nýjan haus á trommuna þannig að hún á að vera í fínasta lagi. Ef ykkur langar að verða bluegrasshetjur, þá er þetta fínasta tól í verkið.
Ég set 30.000 kall á gripinn.
Myndir: http://imgur.com/a/L0rVt