Zvex Vexter Box of Rock - 32.900 nýr í tónastöðinni, fékk hann á 20.000 notaðann
Box of Rock er beisiklí zvex distortron og super hard on
troðið saman í einn pedal. Distortron hliðin er gerð til að
hljóma nokkuð eins og marshall JTM 45. Super hard on er bara
beisik boost pedall, ábyggilega næst mest klónaði pedall í heimi á eftir fuzz face…
Fítusar: 7/10
Distorton hliðin hefur volume, tone og drive takka. Volume og drive takkarnir skýra sig sjálfir
en tone takkinn rúllar bara af treble en lætur lægri tíðnirnar alveg í friði, ég gef þessu bara 7 af 10
því það hefði verið mjög fínt að hafa sub og low/high gain switchana sem eru á distortron pedalanum þar sem
lægri tíðirnar geta stundum verið aðeins of miklar. Boost hliðin hefur einn boost takka og þarf ei meir.
Báðar hliðarnar eru svo vopnaðar true bypass switchum.
Soundið: 9/10
Hef aldrei átt JTM 45 eða fengið tækifæri á að botna svoleiðis en þrátt fyrir það er BoR alveg drullugóður bjögunarfetill.
BoR getur séð um low gain drive og high gain drive, ekkert metal en fullkomið fyrir
ac/dc og bara almenna klassik rock soundið.Boostinn getur gert nóturnar svona
einhvernveginn skýrari á lægri stillingum.. get eiginlega ekki lýst því en það gerir einhvað sérstakt,
en ef maður hækkar í honum þá keyrir hann lampamagnarann í skemmtilega bjögun.
Áræðanleiki: 10/10
frekar sturdy pedall, myndi alveg trúa uppá hann að virka þótt hann yrði fyrir miklum hnjöskum.
Óverall:
Mjög góður pedali, alveg virði peningsins sem maður þarf að punga út fyrir hann.