Tónabúðin var alltaf með ódýr en ágæt Washburn banjó. Ég á eitt svoleiðis og það hefur þjónað mér vel. Ég veit hinsvegar ekki hvort það fluttist yfir í Hljóðfærahúsið þegar búðirnar sameinuðust. Ég veit að það er hægt að kaupa Fender banjó þar, en ég mæli alls ekki með þeim. Þetta eru alls ekki góð hljóðfæri, þótt þau séu kannski nógu góð til að þú sjáir hvort þetta sé eitthvað fyrir þig.
Annars spila ég voða lítið á mitt þessa dagana. Þetta er aðallega stofuskraut. Ef þú vilt, þá er það þitt fyrir 30.000 kr.