Góðan daginn

Ég er með Peavey Triple XXX 120w & Peavey Triple XXX Slant 412 Cabinet til sölu.

Þetta er magnarinn sem Gunni í Nevolution átti og var held ég öll Music to Snap By platan tekin upp í gegnum hann, auk þess sem hann hefur fengið þónokkra notkun á tónleikum.

Þetta er algjör ruddi, MJÖG góður í metal, en vel nothæfur í annað líka, ég er t.d. búinn að vera að spila á nokkrum böllum undanfarin 2 ár og hann hefur staðið sig mjög vel.

Á magnaranum eru 3 rásir, clean, crunch og ultra, allar með sér EQ.

Boxið er síðan með þeim betri sem ég hef prufað, hrikalega flott hljóð úr því!

Það fylgir honum að sjálfsögðu foot pedall!

Hann fer á 160þús

S:864-8823
Bjössi


Bætt við 13. júní 2011 - 13:24
Þess má geta að þessi magnari er hættur í framleiðslu en sá sem tók við af honum kostar nýr með boxi 298890 kr. í tónabúðinni