Ég er að fara að kaupa mér mic að utan (frá amazon) og ég er í smá vandræðum með svona tolla-reiknisdæmi… er búinn að vera að reyna að reikna þetta á tollur.is og málið er að ég er ekki alveg klár í hvaða flokki þetta tilheyrir (hljóðfæri, magnara, hljómflutningstæki… o.s.frv…). Það er svo mikill munur á verðinu eftir því hvað maður velur. Vill ekki vera að staðfesta kaup og svo kemur einhver tollur á það sem ég gerði ekki ráð fyrir..
Er einhver sem hefur pantað mic frá amazon eða einhverstaðar frá usa og er til í að leiðbeina mér aðeins með hvernig þetta virkar allt saman???
Mic-urinn kostar s.s. 230$ ef það hjálpar eitthvað…