Shure SM57 þykir vera málið á gítarmagnara og snerla, þú færð notaðann svoleiðis fyrir svona 15.000 kall giska ég á, kannski minna.
Shure SM57 er það sem heitir dýnamískur hljóðnemi en fyrir söngupptökur mæli ég frekar með að notaður sé condenser, það eru þessir gaurar sem eru gjarnan en þó ekki alltaf í laginu eins og rafmagnsrakvélar.
MXL og Behringer framleiða ódýra condensera, ég hef átt og notað Behringer B2 Pro og hann var alltílagi söngmæk og ég hef heyrt ágætlega látið að MXL mækunum þó ég hafi aldrei átt svoleiðis sjálfur, athugaðu að ég er að tala um ódýra condensera hérna og það er soldið þannig að maður fær það sem maður borgar fyrir í þessum bransa.
Ég nota sjálfur hljóðnema sem kosta þetta 150 til 200 þúsund kall stykkið og ég hef prófað helvíti fína mæka sem kosta frá hálfa milljón og upp, það er örugglega guðlast fyrir sumum að ég segi svona en maður er ekki endilega að finna það mikinn gæðamun á tildæmis skrilljónkrónu Neumann hljóðnema og 25 þúsundkrónu Behringer, auðvitað er Neumanninn miklu betri hljóðnemi en það er alveg hægt að ná fínni upptöku á Behringer mæk ef maður veit hvernig á að nota þá, formagnarinn skiptir líka töluvert miklu máli, ef þú tengir skrilljónkrónu hljóðnema í 20 þúsundkrónu hljóðkort þá ertu sennilega bara að fá 20 þúsundkrónu söngsánd..
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.