Ég átti JTM45 fyrir ári síðan og hann var ónothæfur í litla stúdíóinu mínu vegna þess að hann hljómaði ekki vel fyrr en hann var kominn á alveg ofboðslega mikinn styrkleika, ég lánaði kunningjum mínum hann á tvenna tónleika og hann hljómaði sjúklega vel á tónleikastyrkleika, á tónleikastyrkleika þarf samt overdrive/fuzzpedala við hann því einn og sér þá bjagar þessi magnari ekki svo mikið.
Ég hef aldrei prófað Tiny Terror en youtube demóin segja mér að þetta séu enganveginn sambærilegir magnarar.
Ástæðurnar fyrir því að ég seldi JTM45 gaurinn voru.
A= hann var ónothæfur í stúdíóinu mínu.
B= haus plús box er fyrirferðarmeira en combomagnari, ég var að æfa með hljómsveit í keflavík og vildi bara magnara sem ég gæti hent í skottið á bílnum mínum.
C= Með hljómsveitinni sem ég var í var þetta hvorteðer allt of kraftmikill magnari.
D= Þetta er enganveginn fjölhæfur magnari og ég átti aðra magnara sem hljómuðu miklu betur í upptökum.
Eini raunverulegi kosturinn sem ég sé við JTM45 er sá að þeir eru ekki nema 35 wött og það gerir það að verkum að það er með góðu móti hægt að hækka sæmilega í þeim á tónleikum og það er meira en hægt er að segja um flesta Marshallmagnara.
Málið með Marshallmagnara og flesta lampamagnara er að þeir byrja yfirleitt ekki að hljóma frábærlega fyrr en það er búið að hækka það vel í þeim að lamparnir séu farnir að erfiða eitthvað, ef þú ert td með 100 watta Marshall þá ertu ekki kominn með frábært sánd fyrr en hljóðstyrkurinn er kominn yfir sársaukamörkin og þá heimtar hljóðmaðurinn að þú lækkir svo hann geti balanserað sviðssándið þannig að það heyrist í einhverjum öðrum en bara þér.
Þú ert búinn að átta þig á því að það er enginn Gain takki á JTM45 er það ekki? Það þýðir engin bjögun á lægri styrkleika og þetta er vintage raddaður magnari samanber 60s sánd, ekki 70s eða 80s metalsánd semsagt Jimi Hendrix en ekki Slayer, það er verulega kurteist magn af bjögun í svona magnara einum sér, þú fengir ALDREI nothæft gítarsánd úr svona magnara í heimahúsi nema í svona korter áður en löggan bankaði uppá hjá þér.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.