Ef þú horfir á tónleikaupptökur á td youtube þá áttarðu þig örugglega tiltölulega fljótlega á því að söngvarar sem spila á gítar á sama tíma eru í amk 90% tilfella ekki að spila neitt sérstaklega flókna hluti á meðan þeir syngja, margir þeirra hætta meira að segja að spila rétt á meðan þeir syngja..
Ég er búinn að spila á gítar í 30 ár og semja/taka upp alveg lifandis helling af lögum og ég get sungið sum af þeim á sama tíma og ég syng þau en ef lögin innihalda flóknar hljómaskiptingar eða gítarfrasa sem eru með þögnum / óreglulegri uppbyggingu td eitthvað í líkingu við það sem gerist í þyngra rokki þá finnst mér alveg sénslaust að spila þau og syngja á sama tíma.
Annars er þetta líka bara æfingaratriði, finndu bara nógu andskoti einföld lög til að æfa þig á til að byrja með tildæmis svona þriggja gripa útileguslagara og þessháttar, maður þarf fyrst að læra að ganga til að geta hlaupið.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.