Heyrðu nú er komið að því að ég fái mér minn fyrsta ekki-drasl rafmagnsgítarinn (er acoustic-spilari:D) en þar sem ég er ansi blankur eins og er þá er ég að leita mér að notuðum gítar á undir 100þús.
Eini gallinn er að ég spila mjög fjölbreytta tónlist. Ég er að spila t.d. Three Days Grace, Metallica, Red Hot Chili Peppers, Pink Floyd, Bullet For My Valentine (við og við), Avenged Sevenfold, Led Zeppelin og þarf gítar sem coverar það mestallt. Ég veit að ég þyrfti í raun fleiri en einn til að spila þetta allt en ég hef bara efni á einum eins og er…
Hef mikið verið að skoða mexican strat og tele, þá sérstaklega fyrir t.d. Pink Floyd og RHCP, og þeir virka í lang flest sem ég vil spila en kannski ekkert gríðarlega vel í þungt rokk og metal (þó ég spili ekki mikið af því). Og svo fékk ég t.d. tilboð í Ibanez Axs32 sem mér lýst ágætlega á vegna þess að hann er HSS sem ég held að henti mér mjög vel. Hef fengið tilboð í fleiri gítara en þetta er það sem mér best á eins og er…
Sorrý löngu ræðuna en hérna er aðal pointið, hvernig gítar mundi henta mér til að spila tjah… Allt frá RHCP upp í BFMV (eða álíka)?
You only have ONE life, for gods sake live it!