Hæ hæ og halló.

Nú þegar dýrunum í Hálsaskógi hafa verið sett sú lög að éta ekki hvert annað sé ég mér ekki aðra leið færa til að eiga fyrir gulrótinni, grófa brauðinu og steinseljunni en að selja þetta ágætishljóðfæri sem ég fékk fyrir um hálfu ári.

Ég er ekki fyrsti eigandi, en þessi gítar er lítið notaður og hefur verið yfirfarinn, hálsinn stilltur og sitthvað þvíumlíkt.
Ég hef ekki notað hann oftar en þrisvar sinnum síðan ég fékk hann, annars hefur hann bara verið í pokanum sem kemur einnig með honum.

Hann hefur 24 bönd, Seymor Duncan humbucker pickupa, einhvers konar Floyd Rose-y tremolo kerfi og sitthvað skemmtilegt, auk þess að hann er rosalega þægilegur í spilun og sándar ákaflega vel.

Hér má sjá glæsilega fagmannlega tekna ljósmynd af umræddum kostagrip. http://www.birdlandmusic.net/files/d_6093.jpg
Er hann ekki sætur?


Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband. Helst með einkapósti.

Verðhugmynd - 70 þúsund.
Hann er vel þess virði að mínu mati og annara sem hafa spilað á hann. Auk þess mun ég láta fylgja með fóðraðan gítarpoka og ól. Góður díll :)