Sælnú…
Ég er hér með undurfagran Danelectro gítar til sölu.
Gripurinn er ‘59 reissue betur þekktur sem ’59 dano.
Hann er svartur að lit og með allt til staðar, lipstick pick up-ar sem og svokallaður kókflöskuháls.
Hljóðfærið keypti ég í Danmörku seint á síðasta ári og er hann sama sem nýr.
Hann hefur einungis verið notaður á einu giggi en annars þjónað starfi sínu vel sem falleg skreyting í safninu mínu í stofunni.
Ástæðan fyrir þessari sölu er ekkert persónulegt gagnvart gítarnum, heldur einungis til að fjármagna önnur gítarkaup.
Þar sem þessi hljóðfæri eru ekki framleidd í augnablikinu þá ætla ég að gerast svo djarfur að biðja um 55 þús. fyrir gæjann og læt gig bag fylgja með.
Vinsamlegast sendið mér tilboð hér sem svar á þennan þráð eða sem skilaboð eða jafnvel e-mail: danielhelgason[hjá]gmail.com
Virðingarfyllst
Daníel