Hefur einhver sent hljóðfæri til Íslands? Það er að segja ekki pantað af netinu heldur farið í pósthús erlendis og sent hingað heim? Var það dýrt?(er aðalega að spá frá Usa)
Þá ætti það ekki að reiknast þannig, ef það er augljóst að gítarinn er ekki glænýr allavega. En ef að tollurinn grunar annað getur verið vesen að díla við hann hef ég heyrt.
ok en þið talið um vsk af sendingu og tryggingu líka. á það líka við um ef ég kaupi gítar sjálfur í usa og fer sjálfur á pósthúsið og sendi hann til íslands
segjum að gítarinn kosti 2k$ og sendingin 200$ er ég þá líka að borga vsk af 200 dollurunum?
Ég fékk einu sinni reiknivél að gjöf, þetta var svona grafísk reiknivél sem fæst ekki á landinu, það var búið að taka batteríin úr, það var ekkert box utan um, reiknivélin augljóslega notuð og það vantaði snúruna sem á að fylgja með henni, samt borgaði ég svona 10 þúsund í toll fyrir hana.
Bætt við 25. apríl 2011 - 17:08 Þetta var Texas TI-83 plus mjög gamalt módel meira að segja!!
Þú mátt fá gjöf upp á 10 þús ISK. Eftir það er borgað af heildarupphæð (verðið + flutnings kostnað) vsk og tollur. Langbest fyrir þig að hringja í postinn og spyrja nákvæmlega út í það.
Láttu eld gamlan límmiða á það, bleyttu hann aðeins og leyfðu honum að rifna pínu, þá lýtur út eins og að hljóðfærið sé notað, smá ryk drepur heldur engann.
Gítar: LTD H1001, LTD TE-202 | Magnari: Tiny Terror | Pedalar: Pedal Projects OCD, Compressor, EQ & Delay, Boss Tuner
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..