Ég er ekki að reyna að selja þér pedala, ég ætlaði bara að benda á að þessir Holy Grail gaurar eru í allir í grunninn sami pedalinn nema með mismiklu aukadrasli, upprunalegi stóri hlunkurinn er sá einfaldasti af þeim og svo kom plúsútgáfan sem var með þremur fleiri reverbum og möguleikanum að blanda hversu hátt hlutfall af reverbi væri í hljóðinu sem færi út úr pedalanum, gamli hlunkurinn bauð bara upp á fast hlutfall af reverbi en svo var hægt að velja hversu mikið reverbið væri.
Sjálfur myndi ég ekki kaupa svona nano pedala frá EHX, ég átti nano clone og það var algjört drasl, mig grunar að þessir hasshausar hjá EHX eigi í erfiðleikum með að reima skóna sína hvað þá að koma flóknum rásum fyrir í litlum umbúðum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.