Tíminn til þess að skipta um lampa á mesunni minni er kominn og ég var að spá í að kaupa fjóra JJ 6L6 kraftmagnaralampa og fimm JJ 12AX7 formagnaralampa í hann í Miðbæjarradíó.
Nú hef ég lesið góða hluti um JJ lampana frá eurotubes.com en ég hef líka lesið að mikill munur getur verið á JJ lömpum eftir því hvar þeir eru keyptir, þ.e. að JJ lampi keyptur í einhverri búð gæti verið mun lélegri og bara allt annar lampi heldur en JJ lampi keyptur frá eurotubes.com.
Mig langar til að spyrja ykkur um álit í von um að einhver af ykkur hafi gert samanburð af þessu tagi og svo langar mig líka að spyrja ykkur:
Hvar fær maður bestu 6l6 og 12AX7 lampana hér á landi? (þarf alls ekki að vera JJ)