Ég er að fara taka bassa sem ég keypti og gera upp.

Ætla að skipta um stilliskrúfur, brú, potta, pick-ups og rafkerfið.


Eina sem ég er ekki viss á er pick-ups vs pottar. Er búinn að ákveða hvaða pick-ups fara í hann, DiMarzio Split P nær hálsi og DiMarzio Ultra Jazz við brúnna.
Á heimasíðu DiMarzio eru þeir skráðir með output upp á 250, þannig að mín pæling er: Þarf ég að nota potta sem eru 250 eða kæmi betur út að nota potta sem eru 500?

Þar sem bæði Split P og Ultra Jazz eru passive, þá vil ég vitanlega samt reyna ná sem mestu út úr hljóðfærinu.

Þakka þeim sem lesa og stærri þakkir til þeirra sem geta gefið góð svör.
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX