Það er ekki neitt eitt sem er rétt og í raun ekkert sem er rangt.
En það eru til nokkrar “reglur” sem er gott að læra og æfa sig að nota (það er vinsælt að segja að maður lærir fyrst reglurnar, síðan lærir maður að brjóta þær).
Ef hljómagangur er í einni tóntegund, t.d. A moll, þá getur maður spilað A moll pentatónlískan skala eða A moll skala yfir allan hljómaganginn.
Hljómagangur í A moll getur haft þessa hljóma (með eða án sjöundinni): Am7, Bm7b5, Cmaj7, Dm7, Em7, Fmaj7 og G7. (þetta eru heimahljómarnir í Am (og sammarka tóntegundum eins og t.d. C dúr)).
Sum lög skipta um tóntegund og þá þarf maður að finna einhverja leið til að redda því.
Ein leið er að finna hvaða tóntegund er skipt í og spila þá viðeigandi skala.
Önnur leið er að ef það er t.d. bara einn hljómur í lagi sem er ekki heimahljómur í tóntegund lagsins, þá breytir maður nótunni (eða nótunum) sem er í hljómnum en ekki í skalanum og spilar hana í staðin.
Dæmi: Lag í Am sem hefur E7 hljóm (sem er frekar algengt), þá er það stóra þríundin (nótan G) í E7 hljóminum sem er ekki í A moll skalanum. Þá spilar maður A moll skala sem hefur nótuna G í staðin fyrir Gb.
A moll skali með G í staðin fyrir Gb hefur meira sér nafn: A hljómhæfur moll (harmonic minor).
Önnur “regla” er að yfir hefðbundinn blús hljómagang, getur maður spilað dúr pentatónískan eða moll pentatónlískan eða blús skala, og maður getur skipt á milli þeirra eins og maður vill. Um að gera að prófa bara og læra að þekkja hvernig hver skali sándar.
Líka ef hljómaskiptingar eru ekki mjög hraðar (eða maður er orðinn nokkuð fær) þá getur maður skipt um blús skala í hverjum hljómi. Sem dæmi blús í A, þá spilar A blús skala yfir A hljóminn, og síðan þegar D hljómurinn kemur, þá skiptir maður yfir í D blús skala.
Ég mæli með að byrja að læra pentatónísku skalana og blússkala og æfa sig að nota þá til að spinna sóló.
Síðan getur næsta skref verið að læra dúr og moll skalana og nota þá til að spila sóló.
Eftir það getur maður skoðað modes (oft kallað kirkjutóntegundir á íslensku).