Daginn,
Ég er með svarta Axis A-Longboard pedal sem ég hef ekki mikið notað upp á síðkastið og langar því að selja. Ég keypti tvo á sínum tíma sem hafa átt 2 fyrri eigendur, en annar þeirra var bilaður og því ekki að virka alveg rétt. Ég náði þó að taka hann í sundur og slípa hann og smyrja að innan og notaði parið í nokkra mánuði og þar á meðal á tónleikum. En hinn pedallinn er þó í góðu ástandi og virkar nákvæmlega eins og hann á að virka. Ástæðan fyrir því að ég hætti að nota þá er einfaldlega sú að ég skipti yfir í eina bassatrommu í stað tveggja.
Ég ætla að setja 30 þúsund á báða saman. Í rauninni er ég bara að selja einn pedal í góðu lagi en hinn fylgir með ef kaupandi vill. Það er neflilega alveg hægt að gera við hann ef viðkomandi má vera að.
Með fylgja tvö auka bretti (footboard á góðri íslensku) og eitt X-Shortboard bretti ef einhver vill prufa að nota shortboard.
Hér er svo mynd af þeim.
http://i74.photobucket.com/albums/i261/Starari/148703.jpg