Einn af verri pedölum sem ég hef notað við bassa var Boss Flanger sem var sérstaklega hannaður fyrir bassa, flange effekturinn var einhvernveginn allt of kurteis í þeim tiltekna pedala.
Við bassa hef ég notað EHX Bass Microsynth með góðum árangri, sömuleiðis Digitech Whammy en reyndar bara fyrstu útgáfuna af Whammy, mér skilst að seinni útgáfurnar séu mun síðri.
Rússneskir Big Muff pedalar eru ágætir á bassa og ég hef líka notað Boss T-Wah autowah á bassa en maður þarf svolítið að vanda sig við að stilla hann og aðra svoleiðis pedala því þeir geta auðveldlega klippt burtu allar lægri tíðnirnar úr bassasándinu, hefðbundnir wahpedalar fyrir gítara eru yfirleitt nánast ónothæfir með bassa að mínu mati því þeir skafa burtu svo stórann hluta af sándinu.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.