Ég held að það séu flestallir Gibson Les Paul gítarar sem eru framleiddir í dag holaðir út að einhverju leyti, þeir kalla þá ýmist weight relieved eða þá að þeir séu með það sem þeir kalla tone chambers.
Í meginatriðum þýðir þetta að það eru tálguð stykki innanúr búknum til að létta þá áður en toppurinn er settur á þá, ég held, án þess að vera þó alveg 100% viss, að Les Paul Traditional sé eini Les Paulinn fyrir utan custom shop græjurnar þar sem þetta er ekki gert.
En já Les Paulinn minn er semsagt svona chambered og hann er líka alveg laus við að vera lakkaður, þetta er Les Paul Standard Faded og það er í rauninni bara bæsuð á hann sunburst áferð og svo sleppt því að lakka yfir, þetta gefur honum sánd sem er örlítið frábrugðið þessu hefðbundna Les Paul sándi, það er ekkert rosalega mikið öðruvísi en er einhvernveginn “opnara”, mér finnst þetta skemmtilegri hljómur en ég hef heyrt í flestum Les Paul gítörum sem ég hef prófað en það er auðvitað bara smekksatriði hvers og eins.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.