Hef verið að horfa á þessa gítara, nákvæmlega það sem þú ert að tala um, langar mest í ebony fingraborð og tribal green.
Á síðu rondomusic.com er calculator sem reiknar með landinu sem á að senda til, en ég veit ekki hvort hann tekur með skattinn. Þar segir hins vegar að þeir sem panta utan USA og Canada verði að panta harða tösku með og gefa upp símanúmer. Með harðri tösku, og hingað kominn,
samkvæmt þeirra reikningi, er Agile Interceptor Pro 725 á rétt rúman 100 þúsundkall. Ég hef einnig skoðað myndbönd á youtube af gaurum sem fengu sér svona, og þeir eru allir á einu máli um það að þessar græjur ættu að kosta svona tvöfalt meira. Einn bar sinn saman við (ef ég man rétt) $2000 sjö strengja Ibanez sem hann átti, og Agileinn varð aðalgítarinn hans um leið og hann fékk hann.
Also, hversu fallegt er þetta?
http://www.rondomusic.com/interceptorpro725ebtribalgreen.htmlEr eiginlega tímaspursmál þar til ég fæ mér einn svona.
Ég sendi líka fyrir dálitlu síðan póst á Rín, þegar það kom upp stór korkur um sjö strengja gítara hérna. Þeir sögðu mér að þetta myndi kosta 240-250 þúsund í sölu hjá þeim ef þeir pöntuðu þetta og maður keypti þetta út úr búð.
Ábyrgð á rafkerfi og jöfnun á böndum og síkt, fyrir það mikinn aukapening finnst mér vitleysa.
Also, ef einhver svarar “tl;dr”, þá skil ég það alveg.