Ég reikna með að hljóðmaðurinn á þessu balli geti og muni setja reverb á sönginn hjá þér..
Ég er ekki að segja að það sé aldrei þannig en ég man ekki til þess að söngvarar séu að mæta með einhverja effektapedala til að nota á söng á sviði, söngeffektum er örugglega nánast undantekningarlaust stýrt af hljóðmanninum.
Það eru framleiddir reverb og effektapedalar fyrir söng, ég held að hljóðfærahúsið hafi verið að selja svoleiðis græjur frá TC Electronics en það er alveg verulega dýrt stöff og ég hugsa að pælingin á bakvið þá sé meira fyrir stúdíónotkun heldur en sviðsnotkun þó ég viti það ekki alveg fyrir víst.
Nú má endilega einhver leiðrétta mig ef ég er að fara með vitlaust mál en ég held að almennt séu söngvarar ekki að eiga við sándið sitt af sviðinu meðal annars vegna þess að hljóðmerkið frá míkrafón er frekar viðkvæmt fyrir tildæmis feedbacki, ef þú setur effektapedala milli míkrafóns og hljóðkerfis er viðbúið á að hljóðmerkið hækki / breytist þegar þú kveikir á pedalanum og afleiðingin verður feedback, það í gegnum stórt hljóðkerfi á balli er verulega satanískt, ég myndi amk ekki reyna þetta.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.