Bara svona til að gefa þér einhverja hugmynd um það hvað handsmíðaður gítarmagnari kostar þá er ég í Tækniskólanum í grunndeild rafiðnaðar og veit að einn nemandi skólans ákvað að setja saman gítarmagnara sem sveinsprófsverkefni, þetta var pínulítill lampamagnari sem hefði kostað hann að hámarki ca 100 þúsund kall ef hann hefði keypt hann nýjann frá td Fender.
Bara íhlutirnir pantaðir að utan (hátalari, rofar, lampar osfrv kostuðu meira en 150 þúsund og mér skilst að viðkomandi hafi ekki endilega verið að splæsa í bestu/dýrustu fáanlega íhluti, viðkomandi vafði spenninn í þennann magnara sjálfur en án þess að vera með það alveg á hreinu þá reikna ég með að góður spennir kosti amk 20 þúsund, sennilega meira og hann smíðaði líka kassann utanum magnarann að mér skilst.
Ég veit ekkert hvað magnararnir hans Þrastar kosta en ég veit að bara merkið á magnaranum sem er koparskjöldur með nafni magnarans kostar 6 eða 7 þúsund í framleiðslu.
Gefum okkur miðað við dæmið hérna áðan að allir íhlutir plús spennir og kassi utanum 10 til 15w lampamagnara með einum tólftommu hátalara kosti 200.000 kall þá er alveg eftir að reikna inn tímakaup þess sem setur magnarann saman, ég veit ekki hvað svoleiðis tekur langan tíma en gefum okkur að það taki amk, tjah, 20 tíma sem ég hugsa að sé frekar varlega áætlað.
Magnarinn sem ég prófaði hjá Þresti var þannig að þegar hann var hækkaður í botn þá heyrðist tildæmis ekkert suð, þannig lampamagnarar eru ekki á hverju strái amk ekki þeir fjöldaframleiddu.
Magnararnir hans Þrastar eru heldur ekki settir saman af vélum og rásirnar eru ekki á prentplötum heldur er þetta allt handvírað á alveg asnalega snyrtilegann hátt, maðurinn er með alvarlega fullkomnunaráráttu og það skilar sér í græjur sem hljóma miklu betur heldur en fjöldaframleiddir færibandamagnarar frá asíu, ég hef skoðað inní magnara frá Þresti og þetta er það sem kemst næst því að vera rafeindaklám.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.