Mig vantar tösku undir elsku Gretschinn minn. Hann er með svipað lag og Gibson ES-335 eða eins og svona semi-hollowbody gítarar almennt. Ég hef verið að nota einhvern crappy poka undir hann og á örugglega eftir að skemma hann einn daginn nema ég fái mér almennilega tösku.

Verðið fer að sjálfsögðu eftir töskunni.

Einnig vantar mig einhvern compressor í pedalaformi. Þessi Digitech gaur sem ég nota hefur þjónað mér ágætlega í gegnum árin, en ég nota gaurinn svo mikið að ég ætti kannski að fá mér einn almennilegan. Hef engan sérstakan í huga, þannig að skjótið bara á mig tilboðum.