Við erum með þennan Ronald D-50 sintara sem vill ekki gefa frá sér nein hljóð! :(
Hver kann á svona eldra tæki, getur lagað?
sé ekkert á listanum yfir viðgerðarmenn með syntara eða hljómborð. Getum við lagað þetta sjálf?
Við keyptum þennan syntara notaðan. Hann virkaði fínt en hefur ekki verið í notkun síðastliðin 2 ár. Þegar við kveiktum á því þá komu einhver skilaboð á skjáinn um að batteríið væri lágt/búið og það var eins og eitthvað hafi tapast út af borðinu því á skjánum er sumstaðar bara strik í stað upplýsinga. Þannig að við skiptum um batteríið en samt lagast þetta ekki. Sama hvaða stillingu við notum, hvort við notum hedfóna eða tengjum þetta við heimabíóið þá kemur ekkert hljóð. :(
Vorum að spá í hvort það sé nóg að reyna að “reset” hljómborðið en skv. internetinu að ef það er gert þá þarf að hlaða aftur inn á það sysex file-um einhverjum (væntanlega allir tónarnir??) og ég fann einhvern sysex file til að downloada fyrir þennan sintara en svo þarf að koma því einhvernvegin í hljómborðið með svona gagnakorti (sem ég á ekki) eða MIDI tengingu.
* Tengis MIDI snúrurnar í tölvu??
* Hefur einhver prófað að restarta svona hljómborði og ef svo er duttu öll hljóð út við það?
* Hver á íslandi hefur vit á svona gömlum synturum
(fyrir þá sem vita það ekki er þetta eiginlega hljómborð bara awesome ekki svona cheep dót)
Er að byrja að spila aftur og get bara glamrað á ódýrahljómborðið hjá krakkanum á heimilinu og mig langar svo að geta spilað á syntarann og fá aðeins skemmtilegri tóna og nota touch nóturnar! :) plís, er einhver hér sem veit eitthvað sem gæti hjálpað mér :)