Þú ert nú öruglega kominn með magnara, en vegna umræðunnar langar mig að taka smá þátt. Ég er búinn að eiga fjöldan allan af mögnurum,,bæði lampa og solid state.
Smá upptalning.
Fender x-15 USA - Fender FM 100w 212 - Stag 40GA DSP - Line6 Spider II 212 150w - Line6 Flextone 60W - Line6 Micro spider - Pearl SG-101 - Bæði 10w magnara frá Fender og ESP,,,það er sami magnarinn með sitthvoru nafninu - og svo er ég með tvo lampa,,, Randall RG50TC og Mesa Boogie Lonestar.
Mesan er með 100, 50 og 10w stillingu þannig að þú getur fengið allt soundið heima á 10w. Randall er líka þannig að þú færð hrikalega flott sound á lo vol. Ég ber lampana ekki saman við hina,,,það er ekki hægt enda er það allt annar verðflokkur.
Af solid state eru tveir sem bera af öðrum bæði í soundi og krafti. Pearl magnarinn er rugl flottur,,,hann er með dónalegt sound en telst varla sem æfingamagnari og er of góður til að fara í samanburðinn,,en það eru reyndar fleir þarna þó þeir fari í samanburðinn eins og FM 212 og Spider II.
Line6 Flextone 60w og Stag 40GA DSP slá öllu hinu út,,, líka þessum stóru,,Ég bar þetta allt saman fram og til baka og þetta er niðurstaðan. Ég er líka búinn að prófa Roland Cube og hann er góður en hann var ekki með í samanburðinum.