Þú færð þessa tónleika annaðhvort í Geisladiskabúð Valda eða í Kolaportinu, ég hef oft rekið augun í þetta í Kolaportinu.
Fyrstu lögin sem ég lærði á gítar á sínum tíma voru eftir Velvet Underground og Stooges og ég átti einhverja tugi af bootleg tónleikaupptökum með Velvet Underground, sumt var frábært, sumt alltílagi og sumt var barasta alveg afleitt, mér fannst eina manneskjan sem var með einhverju lífsmarki á þessum kombakktónleikum vera trommarinn, það einhvernveginn skein í gegn að þau hin voru bara að gera þetta fyrir budduna.