Radial London Bones
Litli bróðir Hot British og Plexitube. Er ekki með lampa eins og stóru bræðurnir en hljómar 90% jafn vel að mínu mati. Hefur varla verið notaður og er eins og nýr í upprunalegum kassa.
Verð: 15.000 kr. (nýr á rúmlega 23.000 kr. síðast þegar ég vissi)
Boss TR-2
Með Fromel TR-2 Supreme Mod sem gefur meiri vídd í hraða og dýpt og kemur í veg fyrir “volume drop” þegar kveikt er á pedalanum. Get líka sett nýja ljósdíóðu í pedalann sem blikkar bláu ljósi í takt við tremolo hraðann þegar slökkt er en verður skær græn þegar kveikt er á pedalanum.
http://fromelelectronics.com/modifications/Pedals-Boss-TR-2-Tremolo
Verð: 10.000 kr.
Boss CE-3 (japanskur)
Með Fromel CE-3 Supreme Mod sem gerir þennan pedala að einum besta chorus sem ég hef átt (betri en CE-2 sem ég átti en ég fýla DC-2 best).
http://fromelelectronics.com/modifications/Pedals-Boss-CE-3-Chorus
Verð: 9.000 kr.
Boss DD-3
Get sett í hann mjög gott analog hljómandi mod ef þess er óskað.
Verð: 12.000 kr.
Boss RV-2
Yfir 20 ára gamall, lítur einstaklega vel út og er að margra mati besti Boss reverb pedalinn. Einn eigandi.
Verð: 15.000 kr.
Boss GE-7
Eins og nýr í upprunalegum kassa.
Verð: 10.000 kr.
Dunlop CryBaby GCB-95 (líklega seldur)
Búið að gera hann “true-bypass”, auka aðeins miðjuna og styrkinn í wah-wah hljóminum og setja í hann ljósdíóðu sem lýsir þegar kveikt er á pedalanum.
Verð: 12.000 kr.
Digitech JamMan Looper
Með 1GB minniskorti
Verð: 33.000 kr. (nýr á 50.000 kr. í Hljóðfærahúsinu í dag)
Síðan er ég ekki búinn að selja Gibson Explorer sem ég auglýsti fyrir nokkru síðan. Þetta er gott hljóðfæri sem mig langar ekkert endilega að selja en hann fær að fara ef viðunandi tilboð berst.
Myndir af sumum þessara hluta (ekki allt á myndunum til sölu):
http://s371.photobucket.com/albums/oo155/stefanfreyr/Pedalar/
http://s371.photobucket.com/albums/oo155/stefanfreyr/Gibson%20Explorer/
Áhugasamir hafi samband í einkaskilaboðum hér á huga eða á stefanfreyr hjá hotmail.com . Er á Ísafirði.