Er með til sölu ódýrt söngkerfi (PA system), en þetta samanstendur af 2 Peavey ST-15 hátalaraboxum og eldri Carlsbro mixer með innbyggðum magnara.

Peavey boxin hafa verið uppfærð með 2 15" Electro-Voice keilum og veit ég því ekki wattafjöldann á þeim. Boxin eru gefin upp 350 wött original þannig ég efast um að EV keilurnar séu síðri enda uppfærði fyrri eigandi keilurnar sökum kraftleysis í þeim upprunalegu.

Carlsbro mixerhausinn er eflaust 20+ ára gamall en í hörkuformi og með innbyggðum effectum. Internetið segir mér að þetta eigi að vera 300 watta, þori ekki að fullyrða þar sem ég er ekki með þetta fyrir framan mig, gæti verið 150 watta frekar að mig minnir eða þá 2x150 watta. Alveg feikinóg sem söngkerfi í æfingarhúsnæði.

Er því miður ekki með snúru úr mixernum og í hátalarana en þær ættu að fást í öllum betri hljóðfæraverslunum eða tækjaverslunum (jack tengi á báðum endum).

Myndir af eins hátölurum af netinu:

http://images.whybuynew.co.uk/1/1287065455_44.jpg

Myndir af eins/svipuðum Carlsbro mixermagnara:

http://www.ampguy.co.uk/carlsbro%20pa%2001.jpg

Verð: 25 þús. fyrir Peavey og 15 þús. fyrir Carslbro en ef
þetta er tekið saman þá fæst þetta á 35 þús. stgr.


Nánari uppl. í skilaboðum eða með því að commenta á þráðinn.