Jæja, nú er ég alveg hlessa. Ég tók eftir miiiklum mun á tóninum þegar ég spilaði með þunna nögl og svo með þykkari.
Ég hef lengi vel haldið mig við neglur í harðari kantinum vegna þess að ég spila mikið rokk og metal og slíkt en nú um daginn keypti ég mér nýjan kassagítar og mér finnst mjúkar neglur þægilegri í strummið á þá. Nú var ég að enda við að taka nokkur vel valin clean sóló og mér fannst hljómurinn með mjúku nöglinni muuun betri. Svo mjúkur og góður eitthvað.
Svo ég spyr, hvað er það sem ræður máli hér? Og hvort finnst ykkur henta betur í hvaða spilun o.s.frv.
Bætt við 9. febrúar 2011 - 00:26
Also, það eru 0.12 strengir í gítarnum mínum. Get ég farið niður í 10 eða 11 án þess að missa mikinn hljóm eða mýkt eða hask eða rask eða eitthvað?