Þú getur fengið Gibsonmagnara af ebay fyrir klink en það er viðbúið að þú þurfir svo að eyða amk öðru eins til að gera magnarann að virkilega góðum magnara.
Ég veit um fjóra Gibson RVT20 magnara frá 1960 og eitthvað hérlendis, minn og annan eins og minn er búið að taka og gera töluverðar breytingar á en hinir eru alveg upprunalegir skilst mér, ég efast um að nokkur af þessum mögnurum séu til sölu, ég veit að ég myndi aldrei selja minn.
RVT20 er nánast klón af Fender Pro Reverb.
http://www.netads.com/~meo/Guitar/Amps/Gibson/gfmap.htmlFyrir utan þessa fjóra Gibson RVT20 magnara hef ég séð tvo Gibson Falconmagnara hérlendis, annar þeirra er eða var amk í stúdíó Hljóðrita í Hafnarfirði, ég stórefast um að hann sé til sölu.
Þú ættir að geta fengið svona 150.000 fyrir þessa Marshallstæðu, Gibsonmagnari af Ebay kostar þig minna en 50 þúsund og yfirhalning á þeim magnara (skipta um þétta og úr sér gengnu drasli sem ég kann ekki nöfnin á plús nýr spennir og hugsanlega nýr hátalari myndi kosta þig svona 50/60 þúsund giska ég á.
En allavega, upprunalegir eru þessir magnarar bara alltílagi að mínu mati, það er ekki fyrr en það er búið að eiga við þá að þeir verða frábærir.