Sælar, nú á ég smá auka pening og mig langar alveg rosalega í almennilegan kassagítar. Verður notaður í heimaglamur og skátaútilegur. Ég hef verið að skoða svona á heimasíðum hér og þar. Var að spá annaðhvort í þessum eða þessum.
Ég var í Hljóðfærahúsinu fyrir svona hálfum mánuði með bróður vinar míns og prufaði nokkra og þeir voru alveg ágætir. Prufaði einn sem kostaði einhvern 10.000 kall (sennilega þessi fyrri) og svo einhvern 50k Washburn sem var æði. Prufaði reyndar líka fleiri mun dýrari gítara og þeir voru alveg æði (fékk loksins að spila Stairway to heaven á 12 strengja).
Svo maður spyr sig, á maður að vera að eltast við merkin eða á maður að nískast út úr þessu? Ég hallast alveg fínt að þessum Fender gítar þarna og hann er svona í það hæsta sem ég vil eyða í kassagítar.
Auðvitað enda ég á að fara á staðinn en ég vil gera sem mest research hérna heima.