Þú getur kannski notað þetta Zoom tæki sem hljóðnemaformagnara, stillir þá sennilega á Fender Twin eða Roland Jazz Chorus til að fá “kurteist” grunnsánd, þú drepur á öllum effektum og fínstillir svo EQið á “magnaranum” þangað til þú færð viðunandi söngsánd.
Gleymdu gítarpresettum, þú ert að miða á allt annað sánd, byrjaðu á að stilla bassa/miðju/treble á svona 5 af 10 og ef þú ætlar að nota effektana í Zoominu notaðu þá alveg virkilega sparlega því það er ekkert mál að bæta við td reverbi eða compression í hugbúnaði eftirá en það er engin leið að fjarlægja svoleiðis af grunnupptökunni.
Ef þig vantar hljóðnema fyrir lítinn pening þá er hægt að fá svoleiðis í Tiger fyrir 500 kall eða álíka og það er kannski ekki frábærasti mæk í heimi en hann er örugglega nothæfur.
Það hafa verið gefin út lög sem ég hef sungið gegnum Behringer hljóðnema sem ég fann á ruslahaug notandi Behringer V-Amp podeftirlíkingu sem formagnara og það var ekkert að sándinu úr því dóti, græjurnar sem ég er að nota til að taka upp söng í dag hlaupa á mörgum hundraðþúsundköllum í verðmæti en ég get alveg skilað vel hljómandi upptöku með ódýru dóti ef ég þarf þess, mundu svo bara að klippa burtu allar þagnir milli setninga úr upptökunum því það er viðbúið að það verði glás af suði og skruðningum þar.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.