Er með Ampeg “skrímsli” sem ég er að íhuga að selja.
B2RE haus og SVT-410HLF box (4x10 plús tweeterar)
Boxið er á 2 hjólum að aftan. Þetta er klárlega nógu kraftmikið
fyrir hvað sem þig langar að gera.

Gífurlega kraftmikill og fjölbreyttur magnari, hef spilað allt
mögulegt í gegnum hann, bæði með rafbassa og kontrabassa og
hann hefur skilað mér því sem ég vil alltaf.

Ég hef spilað með hann á bæði litlum og stórum stöðum, held
það sé varla til staður þar sem þú þarft meiri kraft en þetta.

Magnarinn er ca 4-5 ára gamall, sér sama og ekkert á honum,
örlitlar rispur á boxinu eftir ferðalög en ekkert sem sést nema ef maður skoðar það vel.

Magnarinn passar í FLESTA venjulega bíla, keyri allaveganna Toyota Corolla og smelli honum í aftursætin þegar ég ferðast með hann.

Með þessu myndi fylgja bæði rack utan um hausinn og snúra milli eininganna.

http://www.ampeg.com/products/b/b2re/index.html
http://www.ampeg.com/products/classic/svt410hlf/index.html

Þið getið séð allt um unitin þarna.


Verðhugmyndin fyrir stæðuna er um 145.000 krónur.
Svona stæða selst á music123 á 1450$ sem er 170.000 sem á myndi náttúrulega leggjast hellingur af gjöldum.


Ástæða sölu er að mig vantar pening til að fjármagna bassakaup og langar svoldið í minni magnara en þetta.

Myndir:
http://www.flickr.com/photos/58742664@N02/5387480389/in/photostream/
http://www.flickr.com/photos/58742664@N02/5387478907/in/photostream/
http://www.flickr.com/photos/58742664@N02/5387477655/in/photostream/
Og svo bara fletta og skoða þessar myndir.
Magnarinn hallar örlítið á myndunum, er að skipta um tappa undir, hann verður kominn undir í kvöld svo þá hættir hann að halla. Feilaði bara illa á að gera það ekki fyrir myndatökuna.

Endilega hafið samband í einkapósti ef þið hafið áhuga eða viljið t.d. prófa aðra hvora græjuna.
It's dolemite baby!!!